Eignamiðlun kynnir:
Mjög falleg og mikið endurnýjuð 107 fm 3ja herb. endaíbúð á 1. hæð í fjölbýlishúsið við Leirubakka 32 í Reykjavík. 6 íbúðir eru í stigaganginum. Íbúðin skiptist m.a. í stóra stofu, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og gang. Í kjallara fylgir rúmgott herbergi og geymsla með hillum. Í sameign í kjallara er hjólageymsla og snyrting með sturtu.
ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
Nánari upplýsingar veita: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, [email protected] og Sverrir Kristinsson.Nánari lýsing:Stofa: Rúmgóð parketlögð stofa. Gengið er út í garð úr stofu en þar er verönd.
Eldhús: Eldhúsið var endurnýjað árið 2014. Falleg hvít glansandi innrétting. Ofn og háfur úr stáli. Gólf er parketlagt.
Baðherbergi: Baðherbergið var endurnýjað árið 2014. Sturtuklefi með rennihurðum. Handklæðaofn. Lögn fyrir þvottavél. Gólf er flísalagt.
Herbergi I: Rúmgott hjónaherbergi með nýlegum skápum. Gólf er parketlagt.
Herbergi II: Parketlagt herbergi.
Herbergi í kjallara: Rúmgott herbergi í kjallara með lítilli innréttingu með vaski.* Vifta er út úr herberginu.
Framkvæmdir í íbúðinni.Íbúðin var mjög mikið endurnýjuð árið 2014, m.a. eldhús, baðherbergi, skápar í hjónaherbergi, sólbekkir, raflagnir og tenglar og fl. Parket á gólfum er gegnheilt en það var slípað og lakkað árið 2014. Árið 2013 var gler í gluggum í íbúðinni endurnýjað að mestu leyti og opananleg fög í tveimur gluggum.
Framkvæmdir í sameign.Nýleg útidyrahurð, bæði ytri og innri hurð. Fyrir um þremur árum síðan var sameign í stigagangi máluð, sett ný teppi og póstkassar endurnýjaðir. Frárennslislagnir í Leirubakka 30 og 32 voru fóðraðar fyrir nokkrum árum síðan.
Mjög falleg og rúmgóð íbúð á eftirsóttum stað. Örstutt í leikskóla, skóla, verslanir og helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook