Nýbyggingar

Vesturvin - Reykjavík

Forsala er hafin á íbúðum í húsunum Vesturvin V1 og V2, samtals 94 íbúðir. Húsin tvö standa við Ánanaust og hafa einstakt útsýni til sjávar og fjalla. Húsin eru sjö hæðir og flestar íbúðir með stæði í bílageymslu.

Verkefnið felst í uppbyggingu sex húsa á svæðinu sem kallast munu hvert á við annað en hafa um leið sín einstöku einkenni. Húsin verða á fjórum til sjö hæðum. Hæst við Ánanaust en lægri Vesturgötumegin. Alls verða 210 íbúðir byggðar í þessum sex húsum auk bílakjallara sem rúmar 167 stæði. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er á að afhenda fyrstu íbúðir sumarið 2024.

Ítölsku innanhússhönnuðirnir hjá Studio Marco Piva hafa hannað þrjú þemu fyrir innri frágang íbúðanna sem sækja innblástur í íslenska landslagið. Hönnuninni er ætlað að skapa einstakan lífstíl sem sameinar íslenskan arkitektúr og ítalska innanhúshönnun og glæsilegan og vandaðan hátt.

SJÁ NÁNAR

Eskiás - Garðabær

Eskiás 1-10 er ný gata á grónum stað í Ásahverfinu í Garðabænum skammt frá skólum, leikskólum, íþróttasvæði og verslunarkjarna í miðbæ Garðabæjar. Eskiás liggur fyrir ofan Sjálandshverfið og nýtur því útsýnis í átt til sjávar og yfir til borgarinnar. Staðsetningin er örstutt frá megin ökuleiðum og einnig er gert ráð fyrir einni af meginstöðvum borgarlínunar til framtíðar.

Við Eskiás 1-10 verða byggð níu hús með mismunandi fjölda íbúða í hverju húsi. Séreinkenni íbúðanna í Eskiási er að allar íbúðir verða með sérinngangi. Húsin mynda ferning utanum skjólgóðan inngarð og eru allar íbúðir með aðgengi eða glugga í átt að inngarðinum. Hæð húsana eru 2-3 hæðir.

Íbúðastærðir eru fjölbreyttar eða frá 70 fm til 135 fm íbúðir sem eru 2 til 5 herbergja. Geymslur eru allar innan íbúða sem eykur notkunargildi þeirra og minnkar þá sameign sem venjulega þarf að greiða fyrir í fjölbýli. Eina sameign húsins er miðlæg hjóla og vagnageymsla auk tæknirýmis. Inngangar inn í inngarðin er frá báðum langhliðum húsins.

Í hönnun íbúðanna er lagt upp með góðri gluggastærðum og eru margar íbúðanna með aukinni lofthæð allt að 4 metrum og gluggum upp alla lofthæðina. Húsin verða öll klædd með viðhaldslitlum klæðningum sem gefa munu húsunum einstakan stíl.

SJÁ NÁNAR

Dunhagi - Reykjavík

Dunhagi 18-20 er nýuppgert lyftuhús í Vesturbæ Reykjavíkur, einu rótgrónasta og vinsælasta hverfi borgarinnar.

Í húsinu verða alls 21 íbúð á 4 hæðum auk kjallara, en stærð íbúða er á bilinu: 45-160 fermetrar og er meðalstærð íbúða 76 fermetrar. Þá verður einnig um 400 fermetra verslunar og þjónusturými á jarðhæð hússins.

SJÁ NÁNAR

Hlíðarendi - Reykjavík

Smyrilshlíða 9 og 11, Valshlíð 10 og 12.

Glæsilegar og vandaðar íbúðir eru nú til sölu á Hlíðarenda við rætur Öskjuhlíðar í Reykjavík. Frábær staðsetning nálægt miðpunkti miðbæjarins í glænýju póstnúmeri, 102 Reykjavík. Stutt er í alla helstu þjónustu, frábærar gönguleiðir, íþróttir, samgöngur, iðandi mannlíf, skóla og stóra vinnustaði.

Íbúðir með fáguðu skandinavísku yfirbragði

Húsin eru hönnuð af Alark arkitektum og innanhússhönnun var í höndum M/STUDIO Reykjavík þar sem mikið var lagt upp úr gæða efnisvali og góðum lausnum. Innréttingar eru frá danska fyrirtækinu JKE þar sem framleiðslan er einstaklega vönduð og fer auk þess öll fram í Danmörku. Innréttingarnar ná allar upp í loft til þess að hámarka geymslurými íbúðanna. Efnið í innréttingunum er annars vegar ekta eikarspónn og hins vegar PU-lakk, sem er það sterkasta á markaðnum í dag.

SJÁ NÁNAR

Maríugata - Garðabær

Marígata 9 er fjölbýlishús í Urriðaholti í Garðabæ samtals 21 íbúðir.

Innréttingar í eldhúsi og á baði eru frá þýska framleiðandanum Nobilia og fataskápar eru frá GKS. Nobilia er með framleiðslu í einni fullkomnustu innréttingaverksmiðju í heiminum í dag og framleiðir innréttingar eftir ströngum gæðakröfum. Innréttingarnar eru með ljúflokun á skúffum og skápum.

Í Maríugötu 11 eru skápahurðir í litnum Sand en í Maríugötu 9 eru efri skápar svartir en aðrir eldhússkápar eru með dökkri viðaráferð. Lýsing er undir efriskápum í eldhúsum. Borðplötur eru úr efni sem er slitsterkt og endingargott, með vönduðum kantlímingum, sambræddum með laser tækni. Eldhús skilast með tækjum og búnaði frá Bosch, span-helluborði, blástursofni, uppþvottavél og innbyggðum kæliskáp. Viftur eru ýmist í efri skáp, nema þar sem eru vegg eða eyjuháfar frá Faber (Húsasmiðjan), allar viftur eru uppsettar með kolasíu. Neðri skápar á baði eru með skúffu, efri skápar eru með spegli. Fataskápar eru hvítir.

Baðherbergis- og þvottahúsgólf eru flísalögð sem og veggir inni í sturtu en aðrir veggir málaðir í ljósum lit. Laufen Salernisskálar eru upphengdar með innbyggðum vatnskassa í vegg. Sturtur eru þreplausar með flísalögðum botni og hertu sturtugleri. Handlaugar eru Roca, stálvaskur í eldhúsi er Reginox, blöndunartæki eru frá Damixa og hitastýrð sturtutæki. Þvottahús eru ýmist innan baðherbergja eða í sér rými.

ÞG verktakar búa yfir 24 ára reynslu á byggingarmarkaði. Sá sem byggir skiptir öllu máli.
Það er á þeim grunni sem ÞG Verk hefur starfað og mun áfram starfa um ókomna tíð.

Húsin eru vel staðsett steinsnar við Urriðaholtsskóla, sem er grunn- og leikskóli hverfisins. Einn besti golfvöllur landsins (Oddur) er í göngufæri og sömuleiðis útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarhrauni og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvirkjum.

SJÁ NÁNAR