Búum vel

Búum vel er ný tegund þjónustu Eignamiðlunar sem er ætluð seljendum fasteigna og eru sextíu ára og eldri.
Með samstarfi við Búum vel njóta viðskiptavinir okkar sérhæfðrar lögmannsþjónustu. Það er góðu samstarfi Eignamiðlunar og BÚUM VEL að þakka að nú er viðskiptavinum boðin aukin þjónusta sem er seljendum að kostnaðarlausu. Við vitum að hluti okkar viðskiptavina óskar eða þarfnast meiri þjónustu við fasteignasölu. Það er markmið okkar að veita þessum hópi fyrsta flokks þjónustu. Því viljum við styðja eldra fólk á fasteignamarkaði með fjölbreyttri þjónustu reynds lögmanns. BÚUM VEL var stofnað á árinu 2020. Frá þeim tíma hefur fyrirtækið þjónað stórum hópi ánægðra viskiptavina Eignamiðlunar með lögfræðiráðgjöf og þjónustu við kaup og sölu fasteigna, gerð erfðaskráa, kaupmála og frágangi erfðafjárskýrslna vegna fyrirframgreidds arfs auk þjónustu við einkaskipti dánarbúa. Þjónustu fyrir 60 ára og eldri annast Brynjar Þór Sumarliðason, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali hjá Eignamiðlun í samstarfi við Elínu Sigrúnu Jónsdóttur, lögmann og eiganda BÚUM VEL. Þau búa yfir víðtækri þekkingu á þjónustu og þeim búsetuúrræðum sem standa til boða fyrir 60+.

Brynjar Þór er löggiltur fasteignasali og hefur starfað við fasteignasölu síðan 2013 og á Eignamiðlun síðan 2014. Brynjar er einnig viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Brynjar Þór Sumarliðason, Löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur, sími: 896 1168 og netfang [email protected]

 

 

 

 

Elín Sigrún hóf störf fyrir Eignamiðlun sem nýútskrifaður lögfræðingur árið 1986 og starfaði fyrir okkur í tvö ár en síðan lá leið hennar í lögmennsku. Síðastu áratugi hefur hún aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu á sviði fasteignaviðskipta, fjármála heimila, erfðamála, útfararþjónustu og fræðslu. Þjónusta fyrirtækis Elínar sameinar í senn þekkingu, reynslu, hæfileika og ástríðu hennar. Nánar um BÚUM VEL.
Elín Sigrún Jónsdóttir, lögmaður, sími:783 8600, netfang: [email protected]