Helgadalsvegur 8, 271 Óþekkt

0 kr.
  • Tegund Einbýli
  • Stærð 283 m2
  • Herbergi 7
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 2
  • Inngangur Sér
  • Byggingaár 2021
  • Lyfta Nei
  • Brunabótamat 161.800.000
  • Fasteignamat 140.800.000
  • Áhvílandi 0

Eignamiðlun kynnir:

Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum á eins hektara eignarlandi á rólegum stað í sveitasælunni í Mosfellsdalnum. Bjálkahús sem hefur verið fallega innréttað á vandaðan hátt. Frábær staðsetning fjarri ys og þys borgarinnar en að sama skapi er stutt að keyra í bæinn. Fallegt útsýni til allra átta og stutt í golf og fjölbreytta útivist. Mjög áhugaverð eign sem býður upp á ýmsa möguleika þar sem heimilt er að byggja meira á lóðinni. 

*** Smellið hér til þess að sækja söluyfirlit ***

Um er að ræða nánar tiltekið Helgadalsveg 8, 271 Mosfellsbæ, F2508794. Samkvæmt Fasteignaskrá HMS er eignin skráð samtals 283,0 fm. Eignin er þó að hluta undir súð á 2. hæð svo gólfflötur er nokkuð stærri en birtir fermetrar segja til um. Íbúðarrými skiptist í anddyri, forstofu, eldhús, borðstofu og stofu og stórt baðherbergi. Innangengt er um anddyri yfir í viðbyggingu þar sem er forstofa, tvö stór herbergi, stórt þvottahús og geymsla í einu rými. Á 2. hæð eru tvö svefnherbergi, stórt baðherbergi og stofa. Útgengt er á stórar suðursvalir frá stofu. 

Nánari lýsing eignar
Á neðri hæð:
Stórt opið eldhús (hægt að loka með rennihurðum) með vönduðum sérsmíðuðum innréttingum frá Tréborg. Eldhúseyja með eldavél með gashelluborði frá Smeg. Uppþvottavél er einnig frá Smeg. Gluggar í eldhúsi snúa í norður og vestur. Parket á gólfi. 
Borðstofa og stofa eru rúmgóðar og í góðri tengingu við eldhúsið. Útgengt er úr stofu/borðstofu út á suðurverönd. Gott skjól er undir svölum og skjólveggir beggja vegna. 
Baðherbergi með sturtu. Vönduð innbyggð blöndunartæki frá GESSI. Upphengt salerni. Flísar á gólfi. Opnanlegur gluggi snýr í norður. 
Anddyri er tengibygging yfir í viðbyggingu þar sem eru:
Mjög stórt svefnherbergi, flísar á gólfi. Gluggar snúa til austurs. 
Stórt þvottahús og geymsla, flísar á gólfi. 
Stórt svefnherbergi, flísar á gólfi. Gluggar snúa til suðurs og vesturs. Útgengt út á suðurpall.
 
Efri hæð: 
Fallegur viðarstigi er upp á efri hæð úr forstofu. Frábært útsýni til allra átta frá efri hæðinni. 
Hjónaherbergi er rúmgott og með skápum. Gluggi snýrí norður og þakgluggi í vestur. Parket á gólfi. 
Svefnherbergi með skápum. Parket á gólfi. 
Sjónvarpsstofa er rúmgóð. Parket á gólfi. Útgengt er á stórar suðursvalir frá stofu. 
Vinnuaðstaða er á stigapalli. 
Baðherbergi er stórt með frístandandi baðkari og sturtu. Vönduð innbyggð blöndunartæki frá GESSI. Upphengt salerni og tvær handlaugar. Flísar á gólfi. Opnanlegur gluggi snýr í norður og þakgluggi í austur. 

Húsið er byggt úr 140 mm bjálkagrind, einangrað að utan og klætt með liggjandi (láréttri) viðarklæðningu. 
Lýsingarhönnun og ljós að innan eru frá Lumex. Lýsing utandyra og í palli eru einnig hönnuð af Lumex.
Innréttingar eru sérmíðaðar af Tréborg, hannaðar af Björgvini Snæbjörnssyni hjá Apparat.
Hitaveita er í húsinu, gólfhiti er í öllum rýmum og hitastýringarkerfi er frá Lumex. 
Gólfefni eru BOEN Chaletino Oak Antique Brown parket frá EBSON, ABK LAB325 Base Pepper flísar og spænskar skrautflísar frá EBSON. Á baðherbergjum eru veggflísar frá Vídd (3x140 cm) og gólfflísar frá Flísabúðinni. 

Helgadalsvegur 8 stendur á 9.277 fm eignarlóð. Stór timburverönd með skjólveggjum er sunnanmegin við húsið. Skjólveggir, pergóla og hellur þar sem gert er ráð fyrir útigrilli. Heitur og kaldur pottur frá Trefjum og útisturta. Timburpallur er meðfram vestur- og norðurhlið hússins. Nokkur hundruð tré og runnar hafa verið gróðursett á lóðinni. Björn Jóhannesson landslagsarkitekt hjá UrbanBeat ehf. sá um lóðarhönnun. Heimilt er að byggja allt að 150 fm gestahús og annað húsnæði allt að 500 fm, t.d. hesthús, reiðskemmu, gróðurhús, iðnaðarhús eða hótel. Stór jarðvegsmön er á lóðinni og tveir 40 feta gámar grafnir inn í hana og klæddir. Gámarnir eru upphitaðir með hitaveitu og með lýsingu og nýtast vel sem geymslurými. Rotþró. Skólp og fráveita er í gegnum hreinsistöð, 2.400 lítra sem annar 12-14 manns með allt að 95% hreinsun.  

Nánari upplýsingar veitir: 
Kári Sighvatsson lögfr. og löggiltur fasteignasali í síma 899-8815, [email protected] 
Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 8249093, [email protected]

Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kraupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun fasteignasala | Grensásvegi 11 | 108 Reykjavík | Sími 588 9090 | www.eignamidlun.is | Opið mán-fimmtud frá kl. 9 - 17 og föstud 9 - 16.

***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook