Vesturvin - Reykjavík

Vesturvin - Reykjavík

Sala er hafin á íbúðum í húsunum Vesturvin V1 og V2, samtals 65 íbúðir. Húsin tvö standa við Ánanaust og hafa einstakt útsýni til sjávar og fjalla. Húsin eru sjö hæðir og flestar íbúðir með stæði í bílageymslu. Afhending fyrstu íbúða fer fram sumarið 2024.

Einnig er hafin forsala á 57 íbúðum í Vesturvin V3 sem verða til afhendingar í ágúst 2025.

Verkefnið felst í uppbyggingu sex húsa á svæðinu sem kallast munu hvert á við annað en hafa um leið sín einstöku einkenni. Húsin verða á fjórum til sjö hæðum. Hæst við Ánanaust en lægri Vesturgötumegin. Alls verða 210 íbúðir byggðar í þessum sex húsum auk bílakjallara sem rúmar 167 stæði. Framkvæmdir eru vel á veg komnar og stefnt er á að afhenda fyrstu íbúðir sumarið 2024.

Ítölsku innanhússhönnuðirnir hjá Studio Marco Piva hafa hannað þrjú þemu fyrir innri frágang íbúðanna sem sækja innblástur í íslenska landslagið. Hönnuninni er ætlað að skapa einstakan lífstíl sem sameinar íslenskan arkitektúr og ítalska innanhússhönnun á glæsilegan og vandaðan hátt.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar
Kjartan Hallgeirsson

Löggiltur fasteignasali / framkvæmdastjóri

Brynjar Þór Sumarliðason

Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali

Ólafur H. Guðgeirsson

MBA Rekstrarhagfræðingur og löggiltur fasteignasali

Unnar Kjartansson

Löggiltur fasteignasali

Lilja Guðmundsdóttir

Löggiltur fasteignasali - Viðskiptafræðingur

Þórarinn M. Friðgeirsson

Löggiltur fasteignasali