Rökkvatjörn 1 – Reykjavík

Rökkvatjörn 1 – Reykjavík

Við Rökkvatjörn 1 í Úlfarsárdal eru að rísa 58 íbúðir sem skiptast í þrjá áfanga. Fyrsti áfangi er að Jarpstjörn 2 - 4 og eru íbúðirnar tilbúnar til afhendingar. Áfangi tvö liggur að Gæfu- og Rökkvatjörn, samtals 21 íbúð sem áætlað er til afhendingar haustið 2023. Síðasti áfanginn eru 16 íbúðir við Skyggnisbraut 13 - 15 og er áætlað í afhendingu um næstu áramót. Allar íbúðir eru með sér loftræsti kerfi innan íbúðar, rennihurð við svala útgangt og möguleiki á yfirbyggingu á svölum með svalalokun. Íbúðirnar eru tveggja - fjögurra herbergja frá 62 fm - 132 fm. Fallegt útsýni frá flestum íbúðum.

Á jarðhæð byggingarinnar er verslunarhúsnæði en íbúðir eru á fjórum efri hæðunum. Aðgengi að verslunarhúsnæði og íbúðum er aðskilið. Í kjallara á miðju lóðarinnar er bílastæðahús og fylgir eitt bílastæði hverri íbúð. Auk þeirra eru bílastæði á þaki bílastæðahússins og við götu. Í kjallara eru geymslur sem fylgja íbúðum og reiðhjólageymsla auk þess sem þaðan er útgengt í bílastæðahúsið.

Skráðu þig hér fyrir neðan og vertu í forgangi.

Myndir
Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar