Grænahlíð 12, 105 Reykjavík (Austurbær)

170.000.000 kr.
 • Tegund Hæð
 • Stærð 304 m2
 • Herbergi 8
 • Stofur 3
 • Svefnherbergi 5
 • Baðherbergi 3
 • Inngangur Sér
 • Byggingaár 1959
 • Lyfta Nei
 • Brunabótamat 113.860.000
 • Fasteignamat 127.450.000
 • Áhvílandi 0

Eignamiðlun kynnir:

Höfum fengið í sölu mjög fallega fasteign við Grænuhlíð 12 í Hlíðunum. Um er að ræða alla eignina sem er skráð 304,2 fm samkvæmt Fasteignayfirliti.** Stór gróinn garður til suðurs. Tvennar svalir. Fasteignin skiptist í: íbúð á 1. hæð með bílskúr, íbúð á 2. hæð með bílskúr, kjallara þar sem m.a. hefur verið innréttuð 2ja-3ja herb. íbúð, og vinnustofu með sér inngangi. Eign sem bíður upp á mikla möguleika. 

**Eignin er skráð 304,2 fm samkvæmt Fasteignayfirliti (Birt stærð), en auk þess eru skráðir 64,3 fm í sameign allra, samtals 368,5 fm.

Nánari uppl. veitir: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, [email protected]

1. hæð með bílskúr: Íbúð á 1. hæð er skráð 84,4 fm, bílskúrinn 22,9 fm, hluti í kjallara 50,1 fm og vinnustofa 39,5 fm, samtals 196,9 fm. Sér inngangur. Forstofa: komið er inn í korklagða forstofu. Hol: frá forstofu er komið í korklagt hol með fatahengi. Stofa: rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum. Gólf er korklagt. Suðursvalir eru útaf stofu. Eldhús: hvít máluð innrétting er í eldhúsi. Borðkrókur. Gólf er korklagt. Á teikningu er hurð milli eldhúss og borðstofu. Hjónaherbergi: gólf er korklagt. Skápar eru í herbergi. Barnaherbergi: gólf er korklagt. Skápar eru í herbergi. Baðherbergi: gólf er korklagt. Baðkar. Gluggi er á baðherbergi. Bílskúr tilheyrir.
Vinnustofa: 39,5 fm vinnustofa með góðri lofthæð. Sér inngangur frá garði er í vinnustofuna. 
Kjallari: í kjallara hefur verið innréttuð 2ja-3ja herbergja íbúð með sér inngangi. Í kjallara er einnig rúmgott þvottahús og geymslurými.

2. hæð með bílskúr: Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bílskúr. Íbúðin er skráð 84,4 fm og bílskúrinn 22,9 fm, samtals 107,3 fm.
Forstofa: komið er inn í forstofu og gengið upp teppalagðan stiga. Hol: frá stigapalli er komið í dúklagt hol með fatahengi. Stofa: rúmgóð og björt stofa með stórum gluggum. Gólf er dúklagt. Suðursvalir eru útaf stofu. Eldhús: hvít máluð innrétting er í eldhúsi. Borðkrókur. Gólf er dúklagt. Á teikningu er hurð milli eldhúss og borðstofu. Hjónaherbergi: gólf er dúklagt. Skápar eru í hjónaherbergi. Barnaherbergi: gólf er dúklagt. Skápar eru í herbergi. Baðherbergi: gólf er dúklagt. Baðkar með sturtu í. Gluggi er á baðherbergi. Geymsla: frá stigapalli er rými með glugga sem er nýtt sem geymsla. Sér inngangur er í íbúðina. Bílskúr tilheyrir.

Frábær staðsetning í Hlíðunum. Örstutt í leikskóla, skóla, verslanir og alla helstu þjónustu. 

Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum. 

Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.

Heimasíða Eignamiðlunar

Eignamiðlun á Facebook