Eignamiðlun kynnir:
Mjög fallegt og vandað 294,3 fm einbýlishús við Hæðarbyggð 3 í Garðabæ. Tvöfaldur innbyggður bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu, sjónvarpshol, eldhús, 5 herbergi, tvö baðherbergi, gestasnyrtingu og fl. Arinn í stofu og kamína í eldhúsi. Mikil lofthæð er í hluta hússins. Fallegt útsýni. Ný stór vönduð timburverönd til suðurs. Lóðin er 1.421 fm. Hiti er í bílaplani. Vífill Magnússon arkitekt teiknaði húsið. NÁNARI UPPL. VEITA: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511,
[email protected] og Sverrir Kristinsson lg. fasteignasali s. 861 8514.
Nánari lýsing.
Aðalhæð.Forstofa: Komið er í flísalagða forstofu með skápum.
Snyrting: Snyrting er innaf forstofu. Gólf er flísalagt. Gluggi er á snyrtingu.
Hol: Frá forstofu er komið í flísalagt hol en þaðan liggur stigi upp á efri hæð.
Eldhús og borðstofa. Gengið er upp þrjú þrep frá holi í eldhúsið og borðstofu sem eru samliggjandi.
Vönduð sérsmíðuð eikarinnrétting er í eldhúsi. Eyja með beyki borðplötu. Kamína er í eldhúsi. Mikil lofthæð. Gólf er flísalagt.
Þvottahús og búr: Þvottahús og búr eru innaf eldhúsi. Í þvottahúsi er vinnuborð með vaski og skápur. Gólf er flísalagt. Bakinngangur er í þvotthúsi.
Í sér álmu á neðri hæð eru sjónvarpshol, fjögur herbergi og baðherbergi.Sjónvarpshol: Rúmgott parketlagt sjónvarpshol. Þaðan er gengið út í garð. Ný stór vönduð timburverönd til suðurs.
Fjögur herbergi: Herbergin eru með vönduðum skápum. Gólf eru parketlögð. Eitt herbergjanna er geymsla skv. teikningu.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
Efri hæð.Stofa: Rúmgóð og björt parketlögð stofa með mikilli lofthæð. Arinn er í stofu. Mjög fallegt útsýni m.a. sjávar- og fjallasýn.
Hjónaherbergi: Rúmgott hjónaherbergi með vönduðum skápum. Baðherbergi er innaf hjónaherbergi.
Baðherbergi (innaf hjónaherbergi): Flísalagt baðherbergi með sturtu. Gluggi er á baðherbergi.
Bílskúr: 57,3 fm innbyggður tvöfaldur bílskúr. Sjálfvirkur hurðaopnari. Geymsla er innaf bílskúr og þaðan er gengið út í garð. Hiti er í bílaplani.
Mjög fallegt og vandað einbýlishús á eftirsóttum stað í Garðabæ. Stutt í leikskóla, skóla, verslanir og alla helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook